Húsavík
Green
Hostel
Um húsið
Húsavík Green Hostel er í húsi fyrrverandi prests á Húsavík sem byggði húsið árið 1927, Húsvíkingar kalla húsið því „Prestsholt“. Einbýlishús frá upphafi, því var svo breytt í gististað og rekið sem Húsavík Hostel á undanförnum árum.
Nú hefur nýr eigandi tekið við, Elke Christine Wald, sem hefur verið búsett á Íslandi um nokkura ára skeið og hefur ferðast um mest allt land. Hún er umhverfisfræðingur að mennt og hefur jafnframt starfað sem ráðgjafi í náttúruvernd og í ferðaþjónustu.
Elke átti stóran hlut í uppbyggingu Hvalasafnsins á Húsavík, var verkefna- og sýningastjóri safnsins í tæplega sjö ár auk þess var hún að vinna að hvalarannsóknum á vefum safnsins. Hún fór síðar í meistaranám umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands.
Eftir nokkurra ára starf við náttúruvernd í Þýskalandi hefur hún ákveðið að koma aftur til Húsavíkur til að rannsaka útbreiðslu lúpínu á bæjarland Húsavíkur.
Þangað til nýlega starfaði hún í hvalaskoðunarfyrirtæki og ákvað svo að setjast að til frambúðar.